Dagmamma.is

dagmamma.isSeinni parts ársins 2009 settum við hjá Sólinni okkar upp heimasíðu sem heitir því skemmtilega nafni www.dagmamma.is tilgangur hennar er fyrir foreldri að geta fundið þá dagmóður sem viðkomandi þarf á að halda, í sínu hverfi eða á þeim stað á landinu sem viðkomandi býr, gagnlegur vefur og þurfa foreldrar því ekki að hringja út um allar trissur að leita.

Tekið skal fram að www.dagmamma.is hýsir þær dagmæður sem hafa tilskilin leyfi, Þannig á einum stað er hægt að finna dagmæður eru með laus pláss, og vinnum við að því statt og stöðugt að finna dagmæður og bjóða þeim að koma inn á vefinn okkar sem er algjörlega frítt fyrir þær.

Einnig er byrjað að fréttast milli dagmæðra að þessi heimasíða er til og svo koll af kolli stækkar hún og dafnar með tímanum!
Við höfum líka bætt um betur og sett inn linka fyrir þá aðila sem eru að leita sér að “barnapíu” Geta þeir líka skráð sig inn og séð hvað þar er í boði.

Auglýsingasvæði

oli

Website: